Lífið

Ekkert brúðkaup hjá Simon Cowell

Tónlistarmógúllinn Simon Cowell hefur ekki í hyggju að giftast Lauren Silverman, konunni sem gengin er tíu vikur með barn þeirra.

“Simon og Lauren eru í sambandi. Þau eru mjög hamingjusöm – hún er góð fyrir hann. Þau eru par. En það er ekki verið að skipuleggja brúðkaup,” segir vinur Simons í viðtali við MailOnline.

Góð saman.
Lauren stendur nú í skilnaði við vin Simons, fasteignamógúlinn Andrew Silverman, en talið er að hún og Simon hafi orðið meira en vinir um mitt síðasta ár.

Simon vill ekki tjá sig um sambandið né barnið.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.