Innlent

Tvær minniháttar líkamsárásir tilkynntar

Á kafi í drullu. Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni á Ísafirði í nótt.
Á kafi í drullu. Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni á Ísafirði í nótt.
Erill var hjá lögreglunni á Ísafirði í nótt þar sem Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fór fram um helgina. Töluverðir pústrar voru og minniháttar skemmdarverk að sögn lögreglumanns á vakt. Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar en ekkert fíkniefnamál og enginn ölvunarakstur kom inn á borð lögreglunnar. Þrír gistu fangageymslur.

Lögreglan á Vestfjörðum verður með öflugt umferðareftirlit í dag þegar gestir Mýrarboltans snúa aftur heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×