Innlent

Töluverðar skemmdir á þinghúsinu

Kristján Hjálmarsson skrifar
Eins og sjá má á myndinni urður töluverðar skemmdir á hurð Alþingishússins.
Eins og sjá má á myndinni urður töluverðar skemmdir á hurð Alþingishússins. Mynd/Bjarni
"Við getum ekki metið skemmdirnar en það skýrist nú þegar við fáum smiði til að líta á þetta," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri hjá Alþingi.

Maður var handtekinn við Alþingishúsið á fjórða tímanum í nótt eftir að hann kveikti eld við Alþingishúsið. Maðurinn hellti bensíni á aðaldyr gamla þinghússins og að einhverju leyti á sjálfan sig. Töluvert bál myndaðist en bæði þingverðir og dyraverðir á nærliggjandi veitingastöðum brugðust skjótt við og náðu að slökkva eldinn áður en slökkvilið og lögreglu bar að. 

Helgi segir erfitt að meta skemmdirnar en þær séu nokkrar. Skemmdirnar séu fyrst og fremst á hurðum hússins. Þó er ein öryggismyndavél illa farin.

Maðurinn sem kveikti eldinn sagðist hafa ætlað að kveikja í sjálfum sér. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×