Enski boltinn

Bale hótað lífláti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gareth Bale í leik með Spurs gegn Manchester United.
Gareth Bale í leik með Spurs gegn Manchester United. Nordicphotos/Getty
Enska götublaðið Daily Star greinir frá því að Walesverjinn Gareth Bale hafi fengið morðhótun í morgun.

Bale er sterklega orðaður við brottför til spænska risans Real Madrid og reiknað er með því að gengið verði frá félagaskiptunum á næstu dögum.

Stuðningsmaður Tottenham, sem er allt annað en sáttur með gang mála í félagaskiptaglugganum, hringdi á æfingasvæði Lundúnafélagsins í morgun. Þar hótaði hann skærustu stjörnu Spurs lífláti.

Bale var ekki á svæðinu þegar símtalið barst. Samkvæmt heimildum Daily Star hefur öryggisgæsla verið aukin á æfingasvæði Spurs í kjölfar símtalsins sem tekið er alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×