Innlent

Ákærður fyrir manndráp

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Friðrik var leiddur fyrir Héraðsdóm Austurlands í maí.
Friðrik var leiddur fyrir Héraðsdóm Austurlands í maí. mynd/austurfrétt
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðriki Brynjari Friðrikssyni, en hann er grunaður um að hafa orðið Karli Jónssyni að bana þann 7. maí.

Friðrik er ákærður fyrir að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 7. maí 2013, veist að Karli á heimili hans og banað honum með því að stinga hann tvisvar sinnum með hnífi í brjóstið og gengu hnífstungurnar í hægra hjartahólf og í framhaldi stungið hann ítrekað í háls, andlit, höfuð, hægri handlegg og vinstra læri, allt með þeim afleiðingum að Karl hlaut bana af.

Telst þetta varða við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×