Innlent

Jóhannes lagður til hinstu hvílu

Útför Jóhannesar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag.
Útför Jóhannesar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag.
Útför Jóhannesar Jónssonar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag, en hann lést þann 27. júlí.

Hallgrímskirkja var þétt setin og las leikarinn Ólafur Darri Ólafsson ljóðið Lífsþor eftir Árna Grétar Finnsson, en Gréta Salóme Stefánsdóttir lék á fiðlu.

Þá flutti söngkonan Ellen Kristjánsdóttir lagið Elska þig eftir hljómsveitina Mannakorn, og Bubbi Morthens söng lögin Kveðja og Við Gróttu.

Sérstakt minningarblað um Jóhannes fylgdi Fréttablaðinu í dag, og minntust kaupmenn hans með því að flagga í hálfa stöng fyrir framan verslanir.

Jóhannes var kvaddur með spili og söng.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×