Enski boltinn

John Barnes vill losna við Suarez

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Barnes var kjörinn besti leikmaður ensku deildarinnar árið 1988.
Barnes var kjörinn besti leikmaður ensku deildarinnar árið 1988. Nordicphotos/Getty
„Hvað Suarez varðar, ef hann er ekki sáttur (hjá Liverpool) þá þarf hann að yfirgefa félagið," segir John Barnes.

Enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi ræddi um framherjann frá Úrúgvæ í útvarpsþættinum TalkSport í morgun. Barnes, sem lék með Liverpool í áratug og var afar vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins, telur að Liverpool eigi að forðast að bíða fram á síðustu stundu með að selja hann.

„Við höfum séð önnur félagaskipti bíða fram á síðustu stundu sem hjálpar ekki neinum. Sérstaklega ekki félagi eins og Liverpool sem þyrfti að finna risanafn til að fylla í skarð Suarez," sagði Barnes.

Suarez hefur verið þrálátlega orðaður við brottför frá Liverpool í sumar. Ýmis ummæli hans í fjölmiðlum í heimalandi sínu hafa ýtt undir orðróminn og virðast fjölmargir stuðningsmenn Liverpool hafa fengið nóg af framherjanum.

„Við getum öll hugsað og vonað að Suarez verði einn daginn að leikmanni eins og Carlos Tevez, sem gefur 100 prósent í hvern einasta leik, en við vitum ekki í hvaða hugarástandi hann verður fái hann ekki vilja sínum framgengt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×