Enski boltinn

Klopp reyndi við Kagawa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Klopp og Kagawa á góðri stund.
Klopp og Kagawa á góðri stund. Nordicphotos/Getty
Jürgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, viðurkennir að hafa gert tilraun til þess að fá Japanann Shinji Kagawa aftur til Þýskalands frá Manchester United.

Kagawa átti nokkuð erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili hjá Manchester þótt birt hafi til inni á milli. Hann var töluvert þjakaður af meiðslum og átti erfitt með að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu.

Kagawa hefur verið orðaður við endurkomu til Dortmund þaðan sem hann var keyptur til Englandsmeistaranna síðastliðið sumar. Klopp staðfestir við Sky Deutschland að Kagawa vilji vera um kyrrt á Englandi.

„Það varð ljóst nokkuð snemma. Shinji vill vera áfram þetta tímabil hjá Manchester. Ég átti ekki von á öðru svari en maður tapar engu á því að spyrja," sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×