Enski boltinn

Barton vill taka á sig launalækkun fyrir Everton

Stefán Árni Pálsson skrifar
Englendingurinn Joey Barton er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að geta spilað á ný í ensku úrvalsdeildinni og þá með Everton.

Leikmaðurinn var á láni hjá Marseille á síðustu leiktíð en er í raun leikmaður QPR. Barton var mikill stuðningsmaður Everton á sínum yngri árum og ritaði hann til að mynda á Twitttersíðu sinni í morgun „Once a blue....,“ en þar gefur leikmaðurinn til kynna að einu sinni Everton maður, ávallt Everton maður.



„Það er aðeins einn klúbbur sem Barton myndi fara til og taka á sig launalækkun, og það er Everton,“ sagði Willie McKay, umboðsmaður Barton, í útvarpsþættinum talkSPORT.

„Það er félagið sem hann elskar. Ég hef haft samband við forráðamenn Everton og tjáð þeim að leikmaðurinn hafi mikinn áhuga á því að leika fyrir félagið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×