Lífið

Retro Stefson og VW Rúgbrauð

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Hermigervill, Gylfi trommari og Unnsteinn Manuel, söngvari Retro Stefson.
Hermigervill, Gylfi trommari og Unnsteinn Manuel, söngvari Retro Stefson.
Off Guard Gigs er Facebook-síða sem haldið er úti til þess að gefa tónlistaráhugafólki færi á að fræðast frekar um uppáhalds hljómsveitirnar sínar sem spila á stærstu tónlistarhátíðum í Bretlandi, meðal annars Latitude Festival sem Retro Stefson spilaði á í ár, en of Monsters and Men í fyrra.

Einkenni síðunnar er hinn sífrægi Volkswagen Camper Van, eða rúgbrauð, sem aldrei má vanta á tónlistarhátíðir, að þeirra mati.

Þannig gefur þessi síða áhugafólki tækifæri á að sjá hljómsveitirnar spila á persónulegri máta en áður, fyrir framan eitt slíkt.

Einnig má finna á síðunni myndir, fréttir, viðtöl og tónleikamyndbönd hjá ýmsum hljómsveitum, en meðal annars hinni íslensku hljómsveit Retro Stefson.

Hér má sjá Retro Stefson spila lagið Glow fyrir Off Guard Gigs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.