Enski boltinn

Pellegrini: Hef mikla trú á Dzeko

Dzeko kom til City árið 2011 og hefur skorað 30 mörk í 76 leikjum fyrir félagið.
Dzeko kom til City árið 2011 og hefur skorað 30 mörk í 76 leikjum fyrir félagið.
Manuel Pellegrini, hinn nýráðni knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa mikla trú á Edin Dzeko, leikmanni liðsins og að hann muni spila stóra rullu hjá félaginu í vetur.

City hefur bætt framlínuna í sumar en þeir hafa eytt háum fjárhæðum í Serbann Stevan Jovetic og Spánverjann Alvaro Negredo og því var deilt um hlutverk Dzeko næsta vetur.

„Ég hef mikla trú á hæfileikum hans. Það var talað um hina og þessa leikmenn sem ég myndi taka með mér í sumar en ég hef mikla trú á Dzeko og mun hann vera mikilvægur hlekkur hjá okkur í vetur. Ég held að hann muni einungis koma til með að bæta sig," sagði Pellegrini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×