Enski boltinn

Moyes ætlar sér að kaupa leikmenn

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
David Moyes tók við Manchester United í sumar.
David Moyes tók við Manchester United í sumar.
David Moyes, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United segist handviss um að félaginu takist að bæta við fleiri leikmönnum í sumar. Hann sagðist jafnframt óviss um hvort að hann hygðist bjóða aftur í Spánverjann Cesc Fabregas.

Heimildir fregna að United hafi nú þegar boðið tvisvar í Fabregas en að Barcelona hafi engan áhuga á því að selja leikmannninn og eru United því byrjaðir að leita annað.

„Ég get ekki sagt til um það hvort að við gerum annað tilboð í Fabregas. Ég hef aldrei sagt að við myndum ná að klófesta hann en við sjáum til hvað gerist. Við erum byrjaðir að hugsa um næstu skref í leikmannakaupum," sagði Moyes.

„Við erum með frábæran hóp, það má ekki gleyma því að þetta er Manchester United. Við urðum Englandsmeistarar á síðustu leiktíð og eru gæðin klárlega til staðar en við erum að skoða okkar mál og munum án efa bæta við leikmönnum," sagði David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×