Enski boltinn

Pepe Reina ekki sáttur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pepe Reina
Pepe Reina Mynd / Getty Images
Spánverjinn Pepe Reina hefur nú gagnrýnt forráðamenn Liverpool fyrir að hafa lánað hann yfir til ítalska félagsins Napoli.

Markvörðurinn tjáir sig um málið í opnu bréfi sem birtist á heimasíðu félagsins og þar kemur hann inn á þá staðreynd að Reina hafi ekki fengið að vita af lánssamninginum fyrir en það var orðið frágengið.

„Ef ég myndi sjá eftir einhverju um dvöl mína hjá Liverpool er aðallega það hvernig ég er að yfirgefa klúbbinn,“ sagði Reina.

„Ég á betra skilið en svona framkoma. Ég hafði sýnt félaginu áhuga á að framlengja við Liverpool.“

„Það var alltaf á dagskránni hjá mér að berjast fyrir sæti mínu í markinu hjá Liverpool en síðan kemur það allt í einu í ljós að ég hafði verið lánaður.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×