Stofnuðu tískublogg tileinkað mömmu sem fer sínar eigin leiðir í tískunni Hanna Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2013 10:30 Guðbrandur Ágúst, Jóhanna Helga, Magna Fríður, Friðrikka Björk og Birna Bryndís. Systkynin segja móður sína skemmtilega frumlega í fatavali. „Mamma hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í tískunni og virðist alltaf vera á undan straumnum. Yngsta systir mín sem er grafískur hönnuður fékk hugmyndina að blogginu eftir að hafa séð síðu sem heitir What Ali wore og við ákváðum að byrja á þessu verkefni,“ segir Jóhanna Helga Þorkelsdóttir myndlistarkona, sem ásamt systkinum sínum, Birnu Bryndísi, Friðrikku Björk og Guðbrandi Ágústi, setti á laggirnar tískublogg tileinkað móður þeirra Mögnu Fríði Birnir. Bloggið heitir What Magna wore og sýnir myndir af Mögnu klædda upp eins og henni er lagið. Síðan hefur fengið talsverða athygli frá því hún var stofnuð og segir Jóhanna að yfir 300 IP-tölur hafi skoðað hana fyrsta sólarhringinn. „Við tókum mynd af mömmu í hvert skipti sem við hittum hana og í fyrstu vissi hún ekkert af þessu verkefni. Þegar hún sá bloggið fannst henni það æðislegt og er núna aðeins farin að spila með og klæða sig sérstaklega upp á þegar hún hittir okkur.“ Jóhanna Helga segir takmarkið að taka 100 myndir og gefa síðan út bók. „Við höfum öll svo gaman af þessu og takmarkið er að þetta endi sem bók. Mamma á heilu skipsfarmana af fötum heima hjá sér þannig að við eigum ekki eftir að verða uppiskroppa með myndefni.“Magna glæsileg í minkapelsjakka, síðkjól úr silki og Marco Polo hælumJóhanna segir að þegar hún og systkini hennar voru unglingar hafi þeim oft þótt klæðnaður móður þeirra vandræðalegur. „Okkur fannst þetta oft óþægilegt þegar við vorum unglingar en núna finnst okkur þetta æðislegt. Hún hugsar út fyrir kassann og oft sér maður hana í einhverju sem manni finnst alls ekki smart en síðan er það komið í tísku stuttu seinna og maður biður um að fá það lánað hjá henni,“ segir Jóhanna kímin. Magna Fríður er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi sem slíkur. Í dag starfar hún sem dáleiðari og rekur hún sína eigin stofu. „Mamma er mikill listamaður í sér þó að hún starfi ekki sem slíkur og þetta er hennar leið til þessa að fá útrás fyrir sköpunarkraftinn. Hún er ekkert feimin við athyglina sem hún fær enda myndi hún ekki klæðast svona fötum ef svo væri.“Hér klæðist Magna vintage silki kjól, Brogan jakka og Camper skóm Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
„Mamma hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í tískunni og virðist alltaf vera á undan straumnum. Yngsta systir mín sem er grafískur hönnuður fékk hugmyndina að blogginu eftir að hafa séð síðu sem heitir What Ali wore og við ákváðum að byrja á þessu verkefni,“ segir Jóhanna Helga Þorkelsdóttir myndlistarkona, sem ásamt systkinum sínum, Birnu Bryndísi, Friðrikku Björk og Guðbrandi Ágústi, setti á laggirnar tískublogg tileinkað móður þeirra Mögnu Fríði Birnir. Bloggið heitir What Magna wore og sýnir myndir af Mögnu klædda upp eins og henni er lagið. Síðan hefur fengið talsverða athygli frá því hún var stofnuð og segir Jóhanna að yfir 300 IP-tölur hafi skoðað hana fyrsta sólarhringinn. „Við tókum mynd af mömmu í hvert skipti sem við hittum hana og í fyrstu vissi hún ekkert af þessu verkefni. Þegar hún sá bloggið fannst henni það æðislegt og er núna aðeins farin að spila með og klæða sig sérstaklega upp á þegar hún hittir okkur.“ Jóhanna Helga segir takmarkið að taka 100 myndir og gefa síðan út bók. „Við höfum öll svo gaman af þessu og takmarkið er að þetta endi sem bók. Mamma á heilu skipsfarmana af fötum heima hjá sér þannig að við eigum ekki eftir að verða uppiskroppa með myndefni.“Magna glæsileg í minkapelsjakka, síðkjól úr silki og Marco Polo hælumJóhanna segir að þegar hún og systkini hennar voru unglingar hafi þeim oft þótt klæðnaður móður þeirra vandræðalegur. „Okkur fannst þetta oft óþægilegt þegar við vorum unglingar en núna finnst okkur þetta æðislegt. Hún hugsar út fyrir kassann og oft sér maður hana í einhverju sem manni finnst alls ekki smart en síðan er það komið í tísku stuttu seinna og maður biður um að fá það lánað hjá henni,“ segir Jóhanna kímin. Magna Fríður er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi sem slíkur. Í dag starfar hún sem dáleiðari og rekur hún sína eigin stofu. „Mamma er mikill listamaður í sér þó að hún starfi ekki sem slíkur og þetta er hennar leið til þessa að fá útrás fyrir sköpunarkraftinn. Hún er ekkert feimin við athyglina sem hún fær enda myndi hún ekki klæðast svona fötum ef svo væri.“Hér klæðist Magna vintage silki kjól, Brogan jakka og Camper skóm
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira