Fótbolti

Líklegt byrjunarlið Íslands

Hólmfríður og Guðbjörg verða í byrjunarliðinu en Dóra María byrjar á bekknum reynist Vísir sannspár.
Hólmfríður og Guðbjörg verða í byrjunarliðinu en Dóra María byrjar á bekknum reynist Vísir sannspár. Mynd/KSÍ.is
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því norska í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð í dag.

Byrjunarliðin verða ekki tilkynnt fyrr en klukkustund fyrir leik. Íþróttadeild Vísir telur líklegt að Guðbjörg Gunnarsdóttir muni byrja í markinu. Annars gæti byrjunarliðið litið svona út:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Ólína Viðarsdóttir

Miðvörður: Katrín Jónsdóttir

Miðvörður: Sif Atladóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Miðjumaður: Sara Björg Gunnarsdóttir

Miðjumaður: Katrín Ómarsdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×