Lífið

Charlie Sheen orðinn afi

Stórleikarinn Charlie Sheen varð afi á miðvikudaginn þegar dóttir hans Cassandra Estevez, 28 ára, eignaðist sitt fyrsta barn, stúlkuna Luna, með eiginmanni sínum Casey.

Charlie á sjálfur fimm börn og er í skýjunum með fyrsta afabarnið. Charlie eignaðist Cassöndru með æskuást sinni, Paulu Speert. Svo eignaðist hann tvær dætur, Sam, átta ára, og Lolu, sjö ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni Denise Richards. Loks á hann tvíburana Bob og Max sem eru fjögurra ára með þriðju eiginkonu sinni, Brooke Mueller en þau eru skilin.

Charlie er skrautlegur náungi.
Charlie sagði fyrst frá óléttu Cassöndru hjá spjallþáttakónginum David Letterman í janúar og sagðist örugglega verða frábær afi því hann gæti skilað barninu þegar það væri með læti.

Cassandra og Casey stússast.
Denise passar tvíburana sem Charlie á með Brooke.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.