Lífið

Léttist ekki nógu hratt

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian eignaðist dótturina North fyrir rúmum mánuði og gengur ekki nógu vel að losna við meðgöngukílóin, að eigin mati.

Kim neitar því að yfirgefa heimili sitt fyrr en hún er orðin spengileg. Hún hefur nú þegar grennst um níu kíló en hún bætti 23 kílóum á sig á meðgöngunni. Margar nýbakaðar mæður myndu prísa sig sælar með þennan árangur en ekki hún Kim.

Kim þyngdist um 23 kíló á meðgöngunni sem er alls ekki óvenjulegt.
“Kim finnst hún ekki léttast nógu hratt. Hún er pirruð yfir því að geta ekki farið í ræktina,” segir vinur Kim í samtali við Us Weekly en læknar ráðlögðu stjörnunni að hreyfa sig ekki mikið fyrstu fimm vikurnar eftir fæðinguna.

Kim með sínum heittelskaða, Kanye West.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.