Lífið

Missti meydóminn 29 ára

Leikkonan Tamera Mowry-Housley missti ekki meydóminn fyrr en hún var 29 ára og hefur aðeins stundað kynlíf með einni manneskju um ævina – eiginmanni sínum Adam Housley.

“Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Ég er trúuð þannig að ég beið þangað til ég var 29 ára með að missa meydóminn,” segir Tamera í útvarpsviðtali. Hún segist hafa misst meydóminn til Adams áður en þau giftu sig en Tamera sá svo eftir því að þau stunduðu ekki kynlíf aftur fyrr en þau voru búin að ganga í það heilaga þremur árum seinna.

Á brúðkaupsdaginn.
“Þið skiljið þetta kannski ekki en ég gerði það, fékk síðan samviskubit og lifði svo skírlífi þangað til ég gifti mig,” segir Tamera sem er núna 35 ára. Hún og Adam eignuðust sitt fyrsta barn árið 2011, soninn Aden.

Með soninn á fæðingardeildinni.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.