Enski boltinn

Reina er ekki á förum

Rodgers eftir leik gegn Arsenal.
Rodgers eftir leik gegn Arsenal.
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að koma markvarðarins Simon Mignolet til félagsins þýði ekki að Pepe Reina sé á förum frá Anfield.

Mignolet er við það að ganga frá samningi við Liverpool. Lengi hefur verið talað um að Reina sé á förum og koma Mignolet hefur lítið gert til að slökkva á þeim sögum.

"Eitt af því sem við erum að gera er að búa til samkeppnishæfan hóp. Hópurinn var þunnur í fyrra. Það er mjög mikilvægt að það sé barist um allar stöður en þannig var það ekki," sagði Rodgers.

"Ég fór út að borða með Pepe fyrir tveim mánuðum síðan og sagði honum þá hvað ég ætlaði að gera. Að ég vildi fá samkeppni í markvarðarstöðuna. Pepe er enn hliðhollur félaginu og frábær markvörður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×