Enski boltinn

Chelsea búið að kaupa Schürrle

Schürrle fagnar með Leverkusen.
Schürrle fagnar með Leverkusen.
Lið Chelsea styrktist í dag þegar liðið keypti þýska landsliðsmanninn Andre Schürrle frá Bayer Leverkusen.

Chelsea náði samkomulagi við Leverkusen um kaupverð á leikmanninum um daginn og nú er leikmaðurinn búinn að skrifa undir.

Þessi 22 ára leikmaður getur spilað á báðum köntum. Hann skrifaði undir fimm ára samning og mun vera í treyju númer 14 hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×