Enski boltinn

Fólk man bara eftir fyrsta tímabilinu mínu hjá Chelsea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fernando Torres
Fernando Torres Mynd / Getty images
Fernando Torres, leikmaður Chelsea, vill vera dæmdur af gjörðum sínum en ekki fortíð hans hjá félaginu en eins og margir muna gekk brösuglega fyrir framherjann að finna sitt rétta form þegar hann gekk í raðir Chelsea frá Liverpool.

Torres fór til Chelsea í janúar 2011 á 50 milljónir punda en hann var í miklum vandræðum að koma boltanum í netið fyrsta tímabilið.

Torres gerði 23 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili og hefur verið sjóðandi heitur í Álfubikarnum með Spánverjum  en hann hefur skorað fimm mörk í þremur leikjum.

„Það muna allir bara eftir mínu fyrsta tímabili með Chelsea, sem var skelfilegt,“ sagði Torres.

„Ég er sáttur við frammistöðu mína að undanförnu, en ég fer samt sem áður fram á meira frá sjálfum mér.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×