Enski boltinn

Mun Ronaldo funda með forráðamönnum United?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid.
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid. Mynd / Getty images
Orðrómurinn um endurkomu Cristiano Ronaldo til Manchester United heldur áfram og nú segir spænska blaðið El Pais að Portúgalinn muni ræða við forráðamenn félagsins á næstu dögum um möguleg félagsskipti.

Óformlegur fundur mun eiga sér stað og spurning hvort þessi 28 ára leikmaður sjáist aftur í rauða búningnum.

Ronaldo yfirgaf Manchester United árið 2009 eftir sex ár hjá félaginu. Hann er ennþá dýrasti leikmaðurinn í sögunni en Real Madrid greiddi 80 milljónir punda fyrir starfskrafta hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×