Enski boltinn

Styttist í Gerrard

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gerrard
Gerrard Mynd / Getty Images
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool, mun taka þátt í undirbúningstímabilinu með liðinu en fyrirliðin fór í aðgerð á öxl fyrir sex vikum.

Þessi 33 ára miðjumaður hefur undanfarinn ár farið fyrir liði Liverpool enda fyrirliði liðsins.

„Þetta gengur vel og mér líður nokkuð vel,“ sagði Steven Gerrard.

„Það er ekki langt í að ég verði klár, kannski nokkrar vikur en ég verð klár fyrir fyrsta leik og mun taka þátt í undirbúningstímabilinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×