Enski boltinn

Tevez verður að klára samfélagsþjónustuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tevez
Tevez Mynd / Getty Images
Carlos Tevez samdi við ítölsku meistarana Juventus í gær en leikmaðurinn verður samt sem áður að klára þá samfélagsþjónustu sem hinn argentínski var dæmdur í fyrir að keyra án réttinda.

Tevez var dæmdur til að vinna af sér 250 klukkustundir í samfélagsþjónustu vegna brotsins og getur því ekki flutt til Ítalíu nema hann hafi staðið sína plikt.

„Það er ekki við hæfi að ræða einstök mál,“ sagði talsmaður skilorðsnefndarinnar í Manchester.

„Þeir sem eru aftur á móti dæmdir til að vinna af sér samfélagsþjónustu verða aftur á móti að skila inn þeim tímum sem um ræðir, þar er enginn undantekning.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×