Nýtt hraðaheimsmet á rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2013 12:45 Það má með ólíkindum teljast að hraðaheimsmet á rafmagnsbíl hafi verið orðið 39 ára gamalt, en svo var raunin þangað til nú í vikunni. Gamla metið var 281 km/klst en rafmagnsbíll sem kallaður er Lola náði 328 km/klst á Elvington flugbrautinni í Yorkshire í Bretlandi í fyrradag. Þægilegra er að tala um Lola en fullt nafn bílsins, en hann heitir því "þjála" nafni Drayson B12 69/EV electric Le Mans Prototype. Lola rafmagnsbíllinn fór þriggja kílómetra sprett á flugbrautinni tvisvar sinnum, því annars fást heimsmet ekki staðfest og tekið er meðaltal mesta hraða í báðum ferðum. Lola bíllinn er 850 hestöfl, er tæplega 1 tonn að þyngd, er með 30 kWh rafhlöður og dekkin eru LM P1 Michelin. Alveg má deila um hvort hraðaheimsmetið sé ekki í eigu Buckeye Bullet, rafknúins bíls eða skutlu sem smíðaður var í háskólanum Ohio State University, en hann náði 483 km/klst á Bonneville saltsléttunum í Utah. Met hans hefur hinsvegar ekki verið staðfest af FIA og því er það met Lola bílsins sem miða þarf við ef bæta skal metið enn. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent
Það má með ólíkindum teljast að hraðaheimsmet á rafmagnsbíl hafi verið orðið 39 ára gamalt, en svo var raunin þangað til nú í vikunni. Gamla metið var 281 km/klst en rafmagnsbíll sem kallaður er Lola náði 328 km/klst á Elvington flugbrautinni í Yorkshire í Bretlandi í fyrradag. Þægilegra er að tala um Lola en fullt nafn bílsins, en hann heitir því "þjála" nafni Drayson B12 69/EV electric Le Mans Prototype. Lola rafmagnsbíllinn fór þriggja kílómetra sprett á flugbrautinni tvisvar sinnum, því annars fást heimsmet ekki staðfest og tekið er meðaltal mesta hraða í báðum ferðum. Lola bíllinn er 850 hestöfl, er tæplega 1 tonn að þyngd, er með 30 kWh rafhlöður og dekkin eru LM P1 Michelin. Alveg má deila um hvort hraðaheimsmetið sé ekki í eigu Buckeye Bullet, rafknúins bíls eða skutlu sem smíðaður var í háskólanum Ohio State University, en hann náði 483 km/klst á Bonneville saltsléttunum í Utah. Met hans hefur hinsvegar ekki verið staðfest af FIA og því er það met Lola bílsins sem miða þarf við ef bæta skal metið enn.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent