Enski boltinn

Gylfi vill að Tottenham fari betur af stað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi fagnar hér marki með liðsfélaga sínum Clint Dempsey
Gylfi fagnar hér marki með liðsfélaga sínum Clint Dempsey Mynd / Getty Images
Íslendingurinn Gylfi Sigurðsson er fullur tilhlökkunar að hefja undirbúningstímabilið með Tottenham  og vill að liðið halda áfram á sömu braut eins og í lok síðasta tímabils.

Gylfi viðurkennir að það hafi verið erfitt að aðlagast liðinu í upphafi þegar hann gekk í raðir Tottenham frá Hoffenheim síðasta sumar.

„Hlutirnir fóru að falla fyrir mig síðari hluta tímabilsins,“ sagði Gylfi í samtalið við vefsíðu félagins.

„Ég vona innilega að sú þróun haldi áfram í byrjun næsta tímabils. Við töpuðum aðeins tveimur leikjum að síðustu 22 en núna verður liðið að mæta betur undirbúið strax frá upphafi.“

Gylfi gerði fimm mörk í síðustu 15 leikjum Tottenham á síðasta tímabili og þar á meðal gríðarlega mikilvæg mörk undir lok leikjanna gegn West Ham, Everton og  Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×