Enski boltinn

United leggur fram tilboð í Baines | Vill vera áfram hjá Everton

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leighton Baines í baráttunni við Antonio Valencia hjá United.
Leighton Baines í baráttunni við Antonio Valencia hjá United. Mynd. / Getty Images
Leighton Baines, leikmaður Everton, gefur ekki mikið fyrir það að hann fari yfir til Manchester United en David Moyes, fyrrum stjóri Everton, tók við liði Manchester United þegar Alex Ferguson ákvað að hætta með liðið.

Talið var líklegt að Baines myndi jafnvel elta stjórann yfir til Englandsmeistarana sem hafa nú lagt fram tilboð uppá 12 milljónir punda í leikmaninn.

Baines sagði í viðtali við sjónvarpstöð Everton að hann væri orðin spenntur fyrir nýja stjóranum Roberto Martinez.

„Maður fann það strax að Martinez væri rétti maðurinn fyrir starfið,“ sagði Baines.

„Hann hefur öðruvísi stíl en Moyes og ég held að það eigi eftir að bæta liðið enn meira.“

„Martinez reyndi nokkrum sinnum að hringja í mig og ég einnig í hann, en það hitti alltaf illa á. Við náðum samt sem áður að ræða saman í síðustu viku. Hann vildi ræða við mig um næsta tímabil. Ég tjáði honum að ég myndi vera partur af liðinu.“

Uppfært: Everton hafnaði tilboði United í Baines um leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×