Enski boltinn

Kolarov hugsar ekki aðeins um aurinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aleksandar Kolarov
Aleksandar Kolarov Mynd / Getty Images
Aleksandar Kolarov, leikmaður Manchester City, virðist vera hugsa sér til hreyfings og gæti hugsanlega yfirgefið liðið í sumar.

Leikmaðurinn vill einfaldlega fá meiri spiltíma og er ekki sáttur með sitt hlutskipti hjá City.

Kolarov hefur verið orðaður við ítalska félagið Juventus í fjölmiðlum að undanförnu og yrði hann því annar leikmaðurinn á stuttum tíma sem fer frá Manchester City yfir til Juve en Carlos Tevez samdi við Ítalíu-meistarana í gær.

„Fyrir mér eru peningar alls ekki allt,“ sagði Kolarov.

„Ég vill spila reglulega og myndi alveg taka á mig launalækkun til að fá því framgengt. Það er markmið mitt að vera með fast sæti í byrjunarliði hjá góðum klúbbi í Evrópu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×