Innlent

Hraunavinir funduðu með ráðherra - málið í óleysanlegum hnút

Formaður Hraunavina segir margvísleg verðmæti glatast verði af lagningu nýs Álftanesvegar. Meðal annars muni kletturinn Ófeigskirkja hverfa og það vekja reiði í hulduheimum.
Formaður Hraunavina segir margvísleg verðmæti glatast verði af lagningu nýs Álftanesvegar. Meðal annars muni kletturinn Ófeigskirkja hverfa og það vekja reiði í hulduheimum.
Hraunvinir og fulltrúar M-listans í Garðabæ funduðu með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í dag vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda í gegnum Gálgahraun í Garðabæ.

Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, segir augljóst af fundi með ráðherranum að hann muni ekki beita sér frekar í málinu. Hann segir ljóst að engar breytingar séu í sjónmáli.

„Niðurstaðan var eiginlega engin,“ segir Reynir um fundinn en Hraunavinir hafa, ásamt nokkrum öðrum náttúruverndarsamtökum, stefnt Vegamálastjóra fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna framkvæmdanna, en þeir vilja meina að útboðið sé ólöglegt.

Reynir segist vonast til þess að ekki verði gengið í framkvæmdir á meðan dómsmálið gengur í gegn, en málið var þingfest í síðustu viku og er vegamálastjóra gert að skila inn greinagerð í september.

Engin sátt hefur fundist í málinu, „og er það eiginlega bara enn í hnút,“ segir Reynir að lokum.


Tengdar fréttir

Stefna vegamálastjóra vegna Gálgahrauns

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir hafa stefnt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra fyrir hönd Vegagerðarinnar vegna Gálgahrauns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×