Enski boltinn

Liðsfélagi Rúriks og Ragnars til liðs við Cardiff

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andreas Cornelius
Andreas Cornelius Mynd / Getty Images
Cardiff hefur fest kaup á hinum danska Andreas Cornelius frá FCK  frá Kaupmannahöfn.

Þessi tuttugu ára gamli leikmaður gerði 18 mörk fyrir FCK í 32 leikjum og var markahæsti leikmaður tímabilsins í dönsku úrvalsdeildinni.

Samherjar Andreas hjá FCK voru þeir Rúrik Gíslason, Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen á síðasta tímabili en hann hittir fyrir Aron Einar Gunnarsson hjá Cardiff.

Í yfirlýsingu frá Cardiff kemur fram að félagið hafi samið við leikmanninn en hann eigi eftir að standast læknisskoðun og skrifa formlega undir samning við félagið.

Cardiff leikur í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×