Enski boltinn

Paulinho vill ganga frá samningum sem fyrst

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Paulinho segir að það verði draumi líkast fyrir sig að fá að spila með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Paulinho er nú að spila með landsliði sínu í Álfukeppninni þar sem hann hefur þótt standa sig vel.

„Ég er fullkomnlega einbeittur að því að vinna Álfukeppnina með landsliðinu,“ sagði hann í samtali við Daily Mirror í dag.

„En ég vonast til að geta gengið frá samningum við Tottenham um leið og mótið klárast. Það væri draumi líkast að spila í Englandi með liði eins og Tottenham. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim metnaði sem félagið hefur sýnt.“

„Önnur stór félög hafa sýnt bæði stjóranum og besta leikmanni liðsins áhuga en það er ljóst að báðir verða þeir um kyrrt í Lundúnum.“

Tottenham er í enskum fjölmiðlum í dag sagt reiðubúið að selja nokkra leikmenn í sumar, til að mynda Tom Huddlestone, Scott Parker og Benoit Assou-Ekotto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×