Mazda réttir úr kútnum vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2013 10:00 Mazda6 seldist eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í maí. Japanski bílasmiðurinn Mazda hefur átt erfiða daga í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Sala bíla Mazda hefur farið minnkandi þar þrátt fyrir líflegan bílamarkað. Nýliðinn maímánuður markaði þau tímamót hjá Mazda að enda langt tímabil sölusamdráttar. Söluaukning Mazda í maí nam 19%, talsvert umfram þann 8% vöxt sem var í sölu bíla í heild þar vestra. Söluaukning á Mazda6 bílnum nam 72% í maí. Alla aðra mánuði ársins hefur sala Mazda bíla verið minni en í fyrra og fátt sem stefndi í að markmið Mazda fyrir árið, þ.e. að ná 300.000 bíla sölu næðist. Markaðshlutdeild Mazda hefur minnkað öll síðustu 3 ár, en það gæti breyst í ár. Mazda telst meðal lítilla sjálfstæðra bílaframleiðenda þar vestra. Ford hefur losað sig við nær öll sín hlutabréf í Mazda, en mest átti Ford þriðjung hlutabréfa í Mazda, en nú aðeins 2,1%. Þrátt fyrir flott gengi í sölu hjá Mazda var það Nissan sem jók mest við sölu sína í maí í Bandaríkjunum, eða um 31%. Ford var í þriðja sæti með 15% vöxt. Honda var með 5% vöxt, Toyota og Hyundai 2%, Chevrolet og Kia 1% en Volkswagen með 2% sölusamdrátt. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent
Japanski bílasmiðurinn Mazda hefur átt erfiða daga í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Sala bíla Mazda hefur farið minnkandi þar þrátt fyrir líflegan bílamarkað. Nýliðinn maímánuður markaði þau tímamót hjá Mazda að enda langt tímabil sölusamdráttar. Söluaukning Mazda í maí nam 19%, talsvert umfram þann 8% vöxt sem var í sölu bíla í heild þar vestra. Söluaukning á Mazda6 bílnum nam 72% í maí. Alla aðra mánuði ársins hefur sala Mazda bíla verið minni en í fyrra og fátt sem stefndi í að markmið Mazda fyrir árið, þ.e. að ná 300.000 bíla sölu næðist. Markaðshlutdeild Mazda hefur minnkað öll síðustu 3 ár, en það gæti breyst í ár. Mazda telst meðal lítilla sjálfstæðra bílaframleiðenda þar vestra. Ford hefur losað sig við nær öll sín hlutabréf í Mazda, en mest átti Ford þriðjung hlutabréfa í Mazda, en nú aðeins 2,1%. Þrátt fyrir flott gengi í sölu hjá Mazda var það Nissan sem jók mest við sölu sína í maí í Bandaríkjunum, eða um 31%. Ford var í þriðja sæti með 15% vöxt. Honda var með 5% vöxt, Toyota og Hyundai 2%, Chevrolet og Kia 1% en Volkswagen með 2% sölusamdrátt.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent