Toyota ýjar að arftaka Supra Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2013 14:45 Toyota Celica Supra Takeschi Uchiyamada sem brátt verður stjórnarformaður Toyota hefur gefið til kynna að sportbíllinn sem Toyota er að vinna að í samstarfi við BMW verði arftaki Toyota Celica Supra bílsins. Hann færði fyrirtækinu góða ímynd sem framleiðandi góðra sportbíla, en Toyota hefur misst þá ímynd eftir að fyrirtækið hefur ekki boðið slíka bíla eftir að framleiðslu hans var hætt árið 1999. Sú ímynd batnaði þó til muna eftir gott samstarf Toyota við Subaru við framleiðslu Toyota GT-86/Subaru BRZ bílsins. Nýi bíllinn á að vera líkari Celica Supra bílnum og aðgreinast verulega frá GT-86. Stærstu ákvarðanirnar um smíði þessa bíls verða teknar af verkfræðingum okkar sagði Uchiyamada. Uchiyamada er frægastur sem faðir Prius Hybrid bílsins svo smíði þessa sportbíls er ansi langt frá sérsviði hans en hann gerir sér grein fyrir hversu miklvægt er fyrir Toyota að endurreisa ímynd sína á sviði sportbíla og gera merki Toyta spennandi aftur. Það ætti ekki að reynast þessu stærsta bílafyrirtæki heims svo erfitt með allt sitt fjármagn. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Takeschi Uchiyamada sem brátt verður stjórnarformaður Toyota hefur gefið til kynna að sportbíllinn sem Toyota er að vinna að í samstarfi við BMW verði arftaki Toyota Celica Supra bílsins. Hann færði fyrirtækinu góða ímynd sem framleiðandi góðra sportbíla, en Toyota hefur misst þá ímynd eftir að fyrirtækið hefur ekki boðið slíka bíla eftir að framleiðslu hans var hætt árið 1999. Sú ímynd batnaði þó til muna eftir gott samstarf Toyota við Subaru við framleiðslu Toyota GT-86/Subaru BRZ bílsins. Nýi bíllinn á að vera líkari Celica Supra bílnum og aðgreinast verulega frá GT-86. Stærstu ákvarðanirnar um smíði þessa bíls verða teknar af verkfræðingum okkar sagði Uchiyamada. Uchiyamada er frægastur sem faðir Prius Hybrid bílsins svo smíði þessa sportbíls er ansi langt frá sérsviði hans en hann gerir sér grein fyrir hversu miklvægt er fyrir Toyota að endurreisa ímynd sína á sviði sportbíla og gera merki Toyta spennandi aftur. Það ætti ekki að reynast þessu stærsta bílafyrirtæki heims svo erfitt með allt sitt fjármagn.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent