"Stenst ekki bókstaf íslenskra laga" Hjörtur Hjartarson skrifar 15. júní 2013 18:43 Dorrit Moussaief segist hafa ákveðið að breyta um lögheimili þegar útlit var fyrir að eiginmaður hennar myndi láta af störfum sem forseti Íslands. Lögheimilisflutningur hennar til Bretlands var hinsvegar ekki staðfestur fyrr en hálfu ári eftir að Ólafur var endurkjörinn. Íslensk lög heimila ekki hjónum að hafa sitthvort lögheimilið nema þau hafi slitið samvistir Að því er fram kemur í Fréttablaðinu í morgun munu forsetahjónin ekki hafa slitið samvistir en engu að síður voru engar athugasemdir gerðar við lögheimilisflutning Dorritar til Bretlands í desember, hvorki hjá Hagstofunni né Þjóðskrá. Sigurður Líndal, prófessor telur að þessi gjörningur standist ekki íslensk lög. "Nei, mér finnst það nú varla standast bókstaf íslenskra laga. Loks má minnast á ákvæði 7.greinar, sem er kannski kjarni málsins hér og það er að hjón eiga sama lögheimili. Þetta stendur hér og það eru ekki sjáanlegar neinar undantekningar frá því sem máli skipta." Í yfirlýsingu sem Dorrit sendi frá sér í dag segir meðal annars að ákvörðunin hafi verið tekin þegar útlit var fyrir að Ólafur Ragnar myndi ekki bjóða sig fram sem forseta og þar af leiðandi gæfist henni meira ráðrúm til að sinna fyrri störfum sínum í London. Fjölmiðlar greindu frá því í september 2011 að þau hjónin hefðu keypt einbýlishús í Mosfellsbæ sem ýtti undir sögusagnir þess efnis að þau ætluðu að færa sig um set frá Bessastöðum. Ólafur Ragnar ákvað hinsvegar að bjóða sig fram á ný og var endurkjörinn í júní 2012. Hálfu ári síðar var lögheimilisflutningur Dorritar staðfestur. Fram hefur komið að Dorrit greiddi ekki auðlegðaskatt hérlendis á meðan hún hafði hér lögheimili. Lögmaður sem sérhæfir sig í skattalögum sagði í samtali við fréttastofu í dag að grunnreglan sé sú að allir íslenskir ríkisborgarar með heimilisfesti hér, eigi að borga skatt af öllum sínum tekjum og eignum, hvar sem þær eiga uppruna sinn í heiminum. Í yfirlýsingunni forsetafrúarinnar kemur einnig fram að lögheimilisflutningurinn hafi verið gerður á grundvelli sextugustu og þriðju grein tekjuskattslaga sem tekur helst til mála erlendra ríkisborgara. Sigurður Líndal telur það langsótt að heimfara efni hennar upp á lögheimilismál. "Þannig að mér sýnist að það þurfi ítarlegri röksemdir en komið hafa fram til þess að þetta geti staðist þannig að óyggjandi sé", sagði Sigurður. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Dorrit Moussaief segist hafa ákveðið að breyta um lögheimili þegar útlit var fyrir að eiginmaður hennar myndi láta af störfum sem forseti Íslands. Lögheimilisflutningur hennar til Bretlands var hinsvegar ekki staðfestur fyrr en hálfu ári eftir að Ólafur var endurkjörinn. Íslensk lög heimila ekki hjónum að hafa sitthvort lögheimilið nema þau hafi slitið samvistir Að því er fram kemur í Fréttablaðinu í morgun munu forsetahjónin ekki hafa slitið samvistir en engu að síður voru engar athugasemdir gerðar við lögheimilisflutning Dorritar til Bretlands í desember, hvorki hjá Hagstofunni né Þjóðskrá. Sigurður Líndal, prófessor telur að þessi gjörningur standist ekki íslensk lög. "Nei, mér finnst það nú varla standast bókstaf íslenskra laga. Loks má minnast á ákvæði 7.greinar, sem er kannski kjarni málsins hér og það er að hjón eiga sama lögheimili. Þetta stendur hér og það eru ekki sjáanlegar neinar undantekningar frá því sem máli skipta." Í yfirlýsingu sem Dorrit sendi frá sér í dag segir meðal annars að ákvörðunin hafi verið tekin þegar útlit var fyrir að Ólafur Ragnar myndi ekki bjóða sig fram sem forseta og þar af leiðandi gæfist henni meira ráðrúm til að sinna fyrri störfum sínum í London. Fjölmiðlar greindu frá því í september 2011 að þau hjónin hefðu keypt einbýlishús í Mosfellsbæ sem ýtti undir sögusagnir þess efnis að þau ætluðu að færa sig um set frá Bessastöðum. Ólafur Ragnar ákvað hinsvegar að bjóða sig fram á ný og var endurkjörinn í júní 2012. Hálfu ári síðar var lögheimilisflutningur Dorritar staðfestur. Fram hefur komið að Dorrit greiddi ekki auðlegðaskatt hérlendis á meðan hún hafði hér lögheimili. Lögmaður sem sérhæfir sig í skattalögum sagði í samtali við fréttastofu í dag að grunnreglan sé sú að allir íslenskir ríkisborgarar með heimilisfesti hér, eigi að borga skatt af öllum sínum tekjum og eignum, hvar sem þær eiga uppruna sinn í heiminum. Í yfirlýsingunni forsetafrúarinnar kemur einnig fram að lögheimilisflutningurinn hafi verið gerður á grundvelli sextugustu og þriðju grein tekjuskattslaga sem tekur helst til mála erlendra ríkisborgara. Sigurður Líndal telur það langsótt að heimfara efni hennar upp á lögheimilismál. "Þannig að mér sýnist að það þurfi ítarlegri röksemdir en komið hafa fram til þess að þetta geti staðist þannig að óyggjandi sé", sagði Sigurður.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira