Við getum náð hámarksárangri án Óla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2013 22:43 Mynd/Vilhelm Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sparaði Ólafi Stefánssyni ekki lofið eftir tíu marka sigur Íslands á Rúmeníu í undankeppni EM 2014 í kvöld. Þetta var kveðjuleikur Ólafs Stefánssonar sem lagði skóna á hilluna eftir magnaðan feril. „Ég fékk gæsahúð eins og aðrir. Það var þjóðhátíðarstemning í höllinni, Óli spilaði frábærlega og liðið lagði sig 110 prósent fram. Þetta var frábært kvöld,“ sagði Aron en Íslendingar voru í basli með Rúmenana framan af leik. „Við gerðum töluvert af mistökum og flýttum okkur stundum of mikið - eins og við ætluðum okkur um of. En við náðum að halda í við þá í hálfleik og eftir að við breyttum í 5+1 vörn í seinni hálfleik þá fór þetta að ganga betur hjá okkur.“ Þegar 20 mínútur voru eftir komst Rúmenía yfir eftir þrjú ódýr mörk í röð. Aron tók þá leikhlé og Ísland svaraði með því að skora sex mörk í röð. „Við þurftum bara að halda áfram og trúa á það sem við vorum að gera. Menn fóru að nýta færin betur og með bættum varnarleik komu hraðaupphlaupin með.“ „Við vorum aldrei að fara að tapa þessum leik. Við ætluðum að keyra duglega á þá enda vissum við að það myndi draga af þeim þegar líða tæki á leikinn,“ sagði Aron en hann kvíðir ekki framtíð landsliðsins - þó hún sé án Ólafs Stefánssonar. „Nú vantar 7-8 leikmenn vegna meiðsla og er það gríðarlega stór biti. Með fullt lið erum við mjög góðir, þó við séum án Ólafs, og getum gert góða hluti. Það er markmiðið fyrir EM í Danmörku - að hafa alla heila og gera stóra hluti þar. Við getum vel náð hámarksárangri.“ Aron sagði Ólafur eiga skilið að vera lofaður sem besti handboltamaður heims. „Hann hefur verið einn af þeim allra bestu í heiminum undanfarin ár. Hann er með gríðarlega leikskilning, ótrúlega góður leikmaður og frábær karakter. Hann er með þeim betri - ef ekki sá besti - sem komið hefur fram í heiminum.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01 Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48 Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00 Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sparaði Ólafi Stefánssyni ekki lofið eftir tíu marka sigur Íslands á Rúmeníu í undankeppni EM 2014 í kvöld. Þetta var kveðjuleikur Ólafs Stefánssonar sem lagði skóna á hilluna eftir magnaðan feril. „Ég fékk gæsahúð eins og aðrir. Það var þjóðhátíðarstemning í höllinni, Óli spilaði frábærlega og liðið lagði sig 110 prósent fram. Þetta var frábært kvöld,“ sagði Aron en Íslendingar voru í basli með Rúmenana framan af leik. „Við gerðum töluvert af mistökum og flýttum okkur stundum of mikið - eins og við ætluðum okkur um of. En við náðum að halda í við þá í hálfleik og eftir að við breyttum í 5+1 vörn í seinni hálfleik þá fór þetta að ganga betur hjá okkur.“ Þegar 20 mínútur voru eftir komst Rúmenía yfir eftir þrjú ódýr mörk í röð. Aron tók þá leikhlé og Ísland svaraði með því að skora sex mörk í röð. „Við þurftum bara að halda áfram og trúa á það sem við vorum að gera. Menn fóru að nýta færin betur og með bættum varnarleik komu hraðaupphlaupin með.“ „Við vorum aldrei að fara að tapa þessum leik. Við ætluðum að keyra duglega á þá enda vissum við að það myndi draga af þeim þegar líða tæki á leikinn,“ sagði Aron en hann kvíðir ekki framtíð landsliðsins - þó hún sé án Ólafs Stefánssonar. „Nú vantar 7-8 leikmenn vegna meiðsla og er það gríðarlega stór biti. Með fullt lið erum við mjög góðir, þó við séum án Ólafs, og getum gert góða hluti. Það er markmiðið fyrir EM í Danmörku - að hafa alla heila og gera stóra hluti þar. Við getum vel náð hámarksárangri.“ Aron sagði Ólafur eiga skilið að vera lofaður sem besti handboltamaður heims. „Hann hefur verið einn af þeim allra bestu í heiminum undanfarin ár. Hann er með gríðarlega leikskilning, ótrúlega góður leikmaður og frábær karakter. Hann er með þeim betri - ef ekki sá besti - sem komið hefur fram í heiminum.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01 Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48 Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00 Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01
Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48
Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00
Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23