Lífið

Særist við gagnrýnina

Helena Bonham Carter þykir hafa öðruvísi fatastíl.
Helena Bonham Carter þykir hafa öðruvísi fatastíl. Getty

Helena Bonham Carter kemst í uppnám þegar hún er gagnrýnd fyrir fataval sitt.

Leikkonan breska er þekkt fyrir að hafa einstakan og öðruvísi stíl en tekur því persónulega þegar hún les fréttir af fólki sem gagnrýnir útlit hennar.

„Ég elska föt og ég elska að klæða mig fínt upp, og ég elska hvernig föt láta mér líða,“ sagði Helena í viðtali við bresku útgáfu tímaritsins Vogue.

„Mér bregður því alltaf þegar ég sé mynd af mér og reyni að komast hjá því að skoða þær. Það er óþægilegt að fá móðgandi athugasemdir því þú heldur alltaf að þú lítir vel út. Annars myndir þú ekki fara út úr húsi eins og þú ert klæddur, er það nokkuð?“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.