Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur valið 17 manna hóp fyrir leikinn gegn Hvíta Rússlandi í undankeppni EM sem fram fer ytra þann 12. júní.
Arnór Atlason kemur aftur inn í íslenska landsliðið en hann hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu landsleikjum. Þá eru BJarki Már Gunnarsson, leikmaður HK, og Ragnar Jóhanssson, örvhent skytta FH-inga, í hópnum.
Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson og Ólafur Stefánsson koma til móts við liðið fyrir leikinn gegn Rúmeníu í Laugardalshöll þann 16. júní. Leikurinn er sá síðasti í undankeppninni og er um kveðjuleik fyrir Ólaf Stefánsson að ræða.
Íslenska liðið hefur þegar tryggt sér sæti í lokakeppninni í Danmörku á næsta ári. Liðið þarf þó að leggja Rúmena hið minnsta til þess að tryggja sér efsta sæti riðilsins.
Miðasala á landsleikinn gegn Rúmeníu er hafin á midi.is.
Mikið er um forföll í íslenska liðið að þessu sinni en 7 leikmenn eru frá vegna meiðsla. Það eru Alexander Petersson, Aron Pálmarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Ingimundur Ingimundarson, Róbert Gunnarsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson.
Markmenn
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar
Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg
Aðrir leikmenn
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Arnór Atlason, Flensburg
Atli Ævar Ingólfsson, Sonderjyske
Bjarki Már Gunnarsson, HK
Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel
Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten
Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad
Ólafur Gústafsson, Flensburg
Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten
Ragnar Jóhannsson, FH
Rúnar Kárason, TV Grosswallstadt
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt
