Innlent

Fleiri löggur en mótmælendur

Boði Logason skrifar
Á Austurvelli í dag
Á Austurvelli í dag Mynd/Valgarður

Lögreglan er með töluverðan viðbúnað á Austurvelli við þingsetninguna sem hófst klukkan hálf tvö. Sett hafa verið upp grindverk fyrir framan Alþingishúsið og lögreglumenn passa upp á að allt fari vel fram.

Það eru þó fáir á Austurvelli, einungis nokkrir sem mótmæla inngöngu Íslands í Evrópusambandið og svo eitthvað af ferðamönnum.

„Það mætti segja að hér séu fleiri löggur en mótmælendur,“ sagði viðmælandi fréttastofu, sem staddur er á Austurvelli, í léttum dúr.

Á Austurvelli í dagMynd/Fréttastofa
Það er ekki margt um manninn á AusturvelliMynd/Fréttastofa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×