Lífið

"Ætlar enginn að stoppa og þó ekki nema bara til að athuga hvort ég hefði slasast?"

Ellý Ármanns skrifar

Auður Rut Guðgeirsdóttir leigubílstjóri í Reykjavík lenti í vægast sagt ömurlegu atviki rétt eftir hádegið í gær en við höfðum samband við Auði eftir að hún skrifaði eftirfarandi á Facebooksíðuna sína í dag þar sem hún kallar eftir vitnum:

„VANTAR VITNI ........viljiði deila fyrir mig. Í GÆR klukkan. 13.40 var keyrt utan í ljósbrúnann leigubílinn minn og OG STUNGIÐ AF...þetta gerðist á kringlumýrarbrautinni á norðurleið á móts við nesti Í fossvogi...leigubíllinn var að koma úr kópavogi en hinn sem var grár lítill fólksbíll að koma að sunnan...það sem er svolítið ótrúlegt er að það var talsverð umferð.....og enginn stoppaði eða hægði á sér ....samt var þetta það mikið að leigubíllinn hentist upp á gras og utan í staur.......VITNI ÓSKAST!......endilega deilið.."

Auður tók þessa símamynd eftir að grár bíll keyrði utan í hana á ferð.

Þetta hefði getað farið verra

Hvað gerðist nákvæmlega?
„Ég kom keyrandi frá Nýbýlaveginum í Kópavogi og keyrði inn á Kringlumýrarbraut. Ég var á hægri akrein og var komin fram hjá Nesti í Fossvogi. Það var talsverð umferð eins og er á þessum tíma og allt í einu beygði þessi grái bíll sem mér sýndist vera fjögurra dyra með hvalbaki, og mér sýndist að fyrstu stafirnir hafi verið “OR-7”, en allt gerðist svo hratt og ég var að reyna að forðast að fara ekki framan á staurinn. Bíllinn beygði allt í einu og inn í brettið hjá mér að framan þannig að bíllinn minn hentist upp á grasið og utan í staur. Ég þurfti að hafa mig alla við svo að ég færi ekki beint á staurinn því þetta hefði getað farið verra," segir Auður og heldur áfram:

„Það voru bílar fyrir framan og aftan og á hlið á næstu tveimur akreinum bæði hjá mér og hinum og enginn stoppaði."

Ætlar hann ekki að stoppa?

Hver voru þín viðbrögð? „Fyrstu viðbrögðin mín fyrir utan að reyna að hafa stjórn á bílnum og á sama tíma að reyna að ná númerinu og reyna að fylgjast með hvert bíllinn fór en hann hélt bara áfram og fór  upp á Bústaðarveg og beygði til vinstri voru að ég sat bara orðlaus í sjokki og hugsaði með mér hvað ég var heppin að fara ekki beint á staurinn. Ég hugsaði stanslaust: “Ætlar hann ekki að stoppa?" og líka: „Ætlar enginn að stoppa og þó ekki nema bara til að athuga hvort ég hefði slasast?".

„Ég er ennþá orðlaus yfir þessu. Bíllinn minn er Hyundai Sonata árgerð 2008 en hinn bíllinn var grár fólksbíll eins og Yaris eða Toyota Corolla. Ég er ekki viss hvaða tegund" segir Auður leið.

Sár og reið

„Ég var bara svo sár og reið að enginn hafi stoppað og ég tala nú ekki um jeppann sem var á eftir honum. Því þeir þurftu nú allir að hægja á sér. Það liggur við að þegar ég hugsa til baka að þetta hafi verið viljandi. Að beygja inn í hlið á bíl á töluverðri ferð en ég vil bara ekki trúa því. Svona gerir enginn," segir Auður.

Vinsamlegast sendið fréttastofu vísbendingar að árekstrinum á netfangið ritstjorn@visir.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.