Eldri maður ók inní hóp göngufólks og slasaði 60 manns Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2013 08:45 Þau endurðu ekki vel hátíðarhöldin á gönguleiðinni Appalachian Trail í Virginíu. Eldri maður sem átti leið framhjá gönguhópnum missti stjórn á Cadillac bíl sínum og ók eins og snjóplógur gegnum hópinn og slasaði 60 manns, en sem betur fer lést enginn í þessum ósköpum. Meðlimir hópsins þurftu reyndar að lyfta bíl gamalmennisins ofan af öðru göngufólki eftir að hann hafði staðnæmst. Fara þurfti með marga hinna slösuðu með þyrlu á nærliggjandi sjúkrahús. Hátíðarhöldum var í kjölfarið frestað um einn dag, en þetta er 27. árið í röð sem minnst er þessarar fornu gönguleiðar með fjölmennri göngu um hluta leiðarinnar. Það má teljast ólíklegt að gamli maðurinn haldi ökuskírteini sínu og hefur hann verið ákærður fyrir athæfið, en ekki er vitað hvað olli því að hann ók beint inní hópinn. Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent
Þau endurðu ekki vel hátíðarhöldin á gönguleiðinni Appalachian Trail í Virginíu. Eldri maður sem átti leið framhjá gönguhópnum missti stjórn á Cadillac bíl sínum og ók eins og snjóplógur gegnum hópinn og slasaði 60 manns, en sem betur fer lést enginn í þessum ósköpum. Meðlimir hópsins þurftu reyndar að lyfta bíl gamalmennisins ofan af öðru göngufólki eftir að hann hafði staðnæmst. Fara þurfti með marga hinna slösuðu með þyrlu á nærliggjandi sjúkrahús. Hátíðarhöldum var í kjölfarið frestað um einn dag, en þetta er 27. árið í röð sem minnst er þessarar fornu gönguleiðar með fjölmennri göngu um hluta leiðarinnar. Það má teljast ólíklegt að gamli maðurinn haldi ökuskírteini sínu og hefur hann verið ákærður fyrir athæfið, en ekki er vitað hvað olli því að hann ók beint inní hópinn.
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent