Lífið

Í leiðinlegri kantinum

Ellý Ármanns skrifar

„Það má segja að klæðaburður Bjarna og Sigmundar sé í leiðinlegri kantinum," segir tískubloggarinn Þórhildur Þorkelsdóttir sem er sérstakur ráðgjafi Lífsins þegar kemur að klæðnaði Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Keimlíkir í klæðaburði og ganga í takt.

Fyrirsjáanlegir

„Þeir taka enga sénsa. Láta margoft sjá sig í sama dressinu og spá greinilega ekki mikið í þessu. Einu tilbreytingarnar á fatastíl þeirra verða þegar eitthvað er um að vera, en þá eiga þeir það til að smella á sig bindi í einhverjum lit," segir Þórhildur.

Spurning um að hringja í Guðmund JÖR

„Gaman væri ef alþingismenn myndu gera meira af því að styðja við íslenska hönnun.  Tískubransinn á Íslandi stækkar ár hvert með tilkomu viðburða eins og Reykjavík Fashion Festival. Áhugi erlendra fjölmiðla og tískusérfræðinga á íslenskri hönnun fer sífellt stækkandi og Íslendingar eru orðnir heimsþekktir fyrir að fara ótroðnar slóðir í klæðaburði. Því væri væri ekki vitlaust ef fólk í valdastöðu eins og Bjarni og Sigmundur legðu sitt af mörkum og klæddust fatnaði frá til dæmis Huginn Muninn eða JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON. Úr nógu er að velja."

Bjarni hefur vinninginn þegar kemur að klæðaburði. Ætli konan hans sjái til þess?

Bjarni hefur vinninginn

„Ég myndi þó segja að Bjarni væri betur klæddur en Sigmundur. Bjarni velur oft smekklega skó í brúnum tónum eða daufmynstraða skyrtu sem hressir aðeins upp á dressið. Jakkaföt klæða hann vel og þau sem hann gengur í eru yfirleitt ágætlega sniðin. Það sama verður ekki sagt um Sigmund. Hann þarf nauðsynlega endurhugsa litaval og snið á jakkafötunum sem hann velur sér."

Sigmundur Davíð er snyrtilegur en tekur enga sjénsa - því miður.
Flippuð bindi eða þannig.
Dressmann stefið hljómar hérna.
Jakkafataklædd náttúrubörn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.