Lífið

Ég vil ekki vera horuð

Leikkonan Jennifer Love Hewitt játar að hafa ekki alltaf verið ánægð með líkama sinn í nýjasta hefti Women’s Running. Nú er hún hins vegar afar sátt í eigin skinni.

“Ég er leikkona, ég bý í L.A., ég vinn í Hollywood. Ég hef lært að ef maður er of horaður er eitthvað sagt um mann. Ef maður er ekki nógu horaður er líka eitthvað talað um það. Ég reyni bara að láta mér líða vel í eigin skinni,” segir Jennifer.

Elskar að hlaupa.

Jennifer stundar jóga, Pilates og hlaup til að halda sér í formi. Hún segist elska línurnar sínar og vill alls ekki vera horuð.

Körví, kynþokkafull og stolt af því!

“Verandi körví stelpa þá vill ég alls ekki hlaupa línurnar af mér því þá væri ég ekki ég sjálf.”

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.