Lífið

Ég var alltaf í megrun

Söngkonan Kimberley Walsh prýðir forsíðu tímaritsins Cosmopolitan Body. Hún segist hafa staðið í stappi við aukakílóin síðan hún var unglingur og hefur prófað nánast alla kúra sem til eru.

“Ég var alltaf í megrun þegar ég var unglingur eins og flestar konur. Ég minnist þess að fara nokkrum sinnum á Atkins-kúrinn. Það virkaði en þetta var alltaf skyndilausn. Um leið og ég hætti varð ég sólgin í allt sem ég var búin að neita mér um og þyngdist strax aftur. Ég fattaði að ég gat ekki haldið svona áfram og hætti að fara í megrun á þrítugsaldrinum,” segir Kimberley sem er 31 árs. Nú segist hún vera sátt við líkama minn.

Afskaplega vel heppnað eintak.

“Ég hef tekið líkama minn í sátt. Mér líður vel í eigin skinni og ég er hamingjusöm með hvernig ég lít út. Þetta snýst allt um að gera það besta úr því sem maður hefur.”

Hætt að fara í megrun.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.