Lífið

Nýtt tónlistarmyndband frá Ylju

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar

Vísir frumsýnir hér fyrsta tónlistarmyndband hljómsveitarinnar Ylju. Myndbandið fékk góðar móttökur þegar það var forsýnt á Loft Hostel í gær. Myndbandið er við lagið Út, en til stendur að gefa það út á ensku á næstu vikum.

Erlendur Sveinsson leikstýrði myndbandinu og Ragnheiður Erlingsdóttir framleiddi. Sögusviðið er draumkennt, en allir leikararnir eru börn frá söng– og leiklistarskólanum Sönglist.

Ylju skipa Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir sem báðar leika á gítar og syngja, Smári Tarfur Jósepsson sem spilar á slidegítar og Valgarð Hrafnsson sem spilar á bassa.

Hægt er að horfa á myndbandið í spilaranum hér að ofan.

yljamusic.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.