Henrik Fisker vill kaupa Fisker á slikk Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2013 18:00 Fisker Karma Seint ætlar stofnandi rafbílaframleiðandans Fisker að gefast upp á að halda lífi í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Fisker fékk 192 milljón dollara lán frá U.S. Department of Energy til rekstursins en með gjaldþroti þess fæst lítið uppí þá skuld. Nú eru tvö fjárfestingafyrirtæki að reyna að kaupa Fisker af skiptastjóra þrotabúsins. Henrik Fisker, stofnandi og fyrrum forstjóri Fisker hefur fengið í lið með sér milljarðamæring frá Hong Kong, Richard Li, til að krækja aftur í fyrirtækið á brot af þeim miklu skuldum sem afskrifaðar voru. Kaup á gjaldþrota fyrirtæki eins og Fisker veitir kaupandanum skattaafslátt og skýrist áhugi þessara aðila mest af því. Henrik Fisker og Li hafa boðið á bilinu 25 til 30 milljón dollara í Fisker, en annar fjársterkur hópur Kínverja með Bob Lutz í fararbroddi hefur boðið 20 milljón dollara. Bob Lutz hætti fyrir örfáum árum sem einn af aðalstjórnendum General Motors, en hann hefur unnið fyrir marga bílaframleiðendur á ævi sinni, svo sem BMW, Ford og Chrysler. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Seint ætlar stofnandi rafbílaframleiðandans Fisker að gefast upp á að halda lífi í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Fisker fékk 192 milljón dollara lán frá U.S. Department of Energy til rekstursins en með gjaldþroti þess fæst lítið uppí þá skuld. Nú eru tvö fjárfestingafyrirtæki að reyna að kaupa Fisker af skiptastjóra þrotabúsins. Henrik Fisker, stofnandi og fyrrum forstjóri Fisker hefur fengið í lið með sér milljarðamæring frá Hong Kong, Richard Li, til að krækja aftur í fyrirtækið á brot af þeim miklu skuldum sem afskrifaðar voru. Kaup á gjaldþrota fyrirtæki eins og Fisker veitir kaupandanum skattaafslátt og skýrist áhugi þessara aðila mest af því. Henrik Fisker og Li hafa boðið á bilinu 25 til 30 milljón dollara í Fisker, en annar fjársterkur hópur Kínverja með Bob Lutz í fararbroddi hefur boðið 20 milljón dollara. Bob Lutz hætti fyrir örfáum árum sem einn af aðalstjórnendum General Motors, en hann hefur unnið fyrir marga bílaframleiðendur á ævi sinni, svo sem BMW, Ford og Chrysler.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent