Starfsfólk Volkswagen fær 5,7% launahækkun Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 10:30 Í verksmiðju Volkswagen Starfsfólk Volkswagen í Þýskalandi hækkar um 3,4% í launum í september og 2,3% í júlí á næsta ári. Er þessi hækkun í takti við samskonar launahækkun sem verkalýðsfélag starfsfólks bílaverksmiðja í Bæjaralandi náði fram fyrir 770.000 starfsmenn sína. Volkswagen ætti að eiga fyrir þessari launahækkun þar sem fyrirtækið hefur notið sívaxandi hagnaðar á síðustu misserum. Hagnaður Volkswagen í fyrra var 1.840 milljarðar króna og hækkaði um 2,1% milli ára. Hagnaður annarra bílamerkja félagsins, svo sem Audi, Porsche og Bentley var mjög góður í fyrra og söluaukning þar meiri en hjá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Fjöldi starfsfólks Volkswagen í Þýskalandi er 249.000, en samtals vinna 550.000 manns hjá Volkswagen. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent
Starfsfólk Volkswagen í Þýskalandi hækkar um 3,4% í launum í september og 2,3% í júlí á næsta ári. Er þessi hækkun í takti við samskonar launahækkun sem verkalýðsfélag starfsfólks bílaverksmiðja í Bæjaralandi náði fram fyrir 770.000 starfsmenn sína. Volkswagen ætti að eiga fyrir þessari launahækkun þar sem fyrirtækið hefur notið sívaxandi hagnaðar á síðustu misserum. Hagnaður Volkswagen í fyrra var 1.840 milljarðar króna og hækkaði um 2,1% milli ára. Hagnaður annarra bílamerkja félagsins, svo sem Audi, Porsche og Bentley var mjög góður í fyrra og söluaukning þar meiri en hjá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Fjöldi starfsfólks Volkswagen í Þýskalandi er 249.000, en samtals vinna 550.000 manns hjá Volkswagen.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent