Lífið

Útlendingar bókstaflega dýrka Bláa Lónið

Ellý Ármanns skrifar
„Spa-upplifun Bláa Lónsins er undraverð og eitthvað sem allir verða að upplifa," segir Philippa Moore, blaðamaður Cosmopolitan, í grein í bresku útgáfu tímaritsins sem ber fyrirsögnina Spa ævintýri á Íslandi. 

Blaðamaður mælir með notkun á Blue Lagoon kísil sem hafi róandi áhrif.  Hún er einnig hrifin af Reykjavík sem hún lýsir sem líflegri borg sem auðvelt sé að skoða fótgangandi.

Svo mælir Philippa líka með veitingstöðunum í Reykjavík sem leggja áherslu á ferskt íslenskt hráefni.  Þá fjallar hún einnig um næturlífið en hún mælir með Kex Hostel og Slipp Barnum á Reykjavík Hótel Marina.  Sjá greinina hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.