Lífið

Heldur upp á daginn með sínum nánustu

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Ólafur ætlar að halda upp á daginn með sínum nánustu í kvöld.
Ólafur ætlar að halda upp á daginn með sínum nánustu í kvöld.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Hann hefur setið í forsetastóli frá árinu 1996, lengst allra í sögu lýðveldisins, og hefur verið endurkjörinn fjórum sinnum.



Ólafur fæddist á Ísafirði þann 14. maí 1943. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962. Þaðan lá leið hans til Manchester þar sem hann lauk BA-námi í  hagfræði og stjórnmálafræði árið 1965. Hann útskrifaðist svo þaðan með doktorspróf í stjórnmálafræði 1970.



Samkvæmt skrifstofu forseta verður ekki gefið neitt út um dagskrá dagsins, annað en að Ólafur ætli að halda upp á afmælið með því að borða með sínum nánustu í kvöld. Það er vel við hæfi, þar sem að Ólafur og Dorrit Moussaieff fagna einnig tíu ára brúðkaupsafmæli sínu í dag. 



Vísir óskar honum til hamingju með daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.