Lífið

Óviðeigandi hamingjuóskir

Sjónvarpsstöðin NBC tilkynnti á fimmtudag að þáttaröðin Go On, með Friends-stjörnunni Matthew Perry í aðalhlutverki, yrði tekin af dagskrá eftir aðeins eina seríu.

Perry skellti sér á íshokkíleik um kvöldið til að fylgjast með liðinu L.A. Kings og var leikarinn tekinn tali af íþróttafréttamanninum Dan Moriarty.

„Stórar fréttir í dag, og hamingjuóskir eru víst við hæfi,“ sagði Moriarty, og reyndi að klóra í bakkann eftir að hann áttaði sig á mistökum sínum.

Perry lét þetta þó ekki slá sig út af laginu, og myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.