Lífið

Loksins í aðalhlutverki

Leikkonan Allison Williams er ekki aðalstjarnan í gamanþáttum Girls en hún var það svo sannarlega þegar hún mætti í galaveislu á vegum Robin Hood-stofnunarinnar í New York á dögunum.

Allison stal senunni í eldrauðum kjól og var í penum, svörtum hælaskóm við. Hún var með hárið slegið og kepptust ljósmyndarar um að festa fegurðina á filmu.

Rauðglóandi.
Allison hefur verið upptekin fyrripart þessa mánaðar við tökur á Girls en er með ýmislegt annað í pípunum.

Í Met-galaveislunni fyrir stuttu.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.